lock search attention facebook home linkedin twittter

Lækkun á afkomuspá Eimskips

Viðbrögð við lækkun afkomuspár úr 60-65 milljónum evra í 57-63 milljónir evra

Rekstrarspá Capacent gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður Eimskips fyrir afskriftir (EBITDA) verði 62 milljónir evra. Verðmatsgengi miðað við framangreinda spá er 280.

Lækkun afkomuspár úr 60-65 milljónum evra í 57-63 milljónir evra hefur því lítil áhrif á verðmatsgengi Capacent enda rúmast rekstrarspá Capacent innan nýju afkomuspár Eimskips. Ef rekstrarhagnaður Eimskips verður í lægra enda afkomuspár eða um 57 milljónir, lækkar verðmatsgengi Capacent í 250 til 260.

Nýtt verðmat á Eimskip mun birtast í kjölfar þess að Eimskip birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2018 þann 17 maí næstkomandi. Líklegt er að verðmatsgengi Capacent muni liggja á bilinu 250 til 280 þegar nýtt verðmat verður gefið út.