lock search attention facebook home linkedin twittter

Í stof­unni hjá Ingólfi Arnar­syni

Meðfylgjandi er vikulegt skuldabréfayfirlit Capacent

Ekkert að frétta: Stefnuleysi var á skuldabréfamarkaði í síðustu viku. Gengi óverðtryggðra skuldabréfa var lítið breytt og lækkaði um 0,05% að meðaltali. Sömu sögu er að segja um verðtryggð skuldabréf en gengi þeirra var að mestu óbreytt í síðustu viku. Á mynd 1 má sjá að óverðtryggða ávöxtunarkrafan hefur hækkað lítillega á síðustu vikum. Á sama tíma hefur verðtryggðra ávöxtunarkrafan lækkað örlítið. Þetta hefur verið þróunin síðastliðið hálft ár. Þessi þróun hefur leitt til þess að verðbólguálagið hefur hækkað hægt en örugglega síðastliðið hálft ár. Verðbólguálagið til 5 ára er nú 3,17% en var var um 2,4% fyrir sex mánuðum síðan.

Atvinnuhúsnæði: Í síðasta hefti fjármálastöðugleika benti Seðlabankinn á mikla hækkun á verði atvinnuhúsnæðis og veðsetningu. Raunverð atvinnuhúsnæðis hefur samkvæmt mælingum hækkað um 65% frá því það var lægst á árunum 2010 og 2011. Á sama tíma og svo mikil hækkun hefur verið á verðinu, hækkuðu veðsetningarhlutföll atvinnuhúsnæðis á síðasta ári sem er nokkur öfug þróun. Að mati Capacent er þó margt sem þarf að skoða. Hvaða viðskipti liggja að baki þessum tölum um verðhækkanir? Hækkun gefur hugsanlega einhvers konar meðal mynd af ástandinu. Hefur atvinnuhúsnæði í miðbænum eða kjarna atvinnusvæðum hækkað mun meira en í útjaðri höfuðborgarsvæðisins? Hugsanlega er verið að ofmeta veðsetningu atvinnuhúsnæðis miðsvæðis en vanmeta í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Eru verðhækkanirnar drifnar áfram af viðskiptum með besta verslunarhúsnæði landsins eða kaupum og sölum sem tengjast uppgangi ferðaþjónustunnar? Þá er bæði átt við verslunarhúsnæði og hótel og aðra gistiaðstöðu. Ef svo er, er varasamt að heimfæra hækkunina á allt atvinnuhúsnæði.

Það voru margir áhugaverðir punktar í greiningu Seðlabanka sem skyldu þó eftir fleiri spurningar en svör. Ljóst er ítarlegri greiningar er þörf á atvinnuhúsnæðismarkaðnum.

Í stofunni hjá Ingólfi Arnarsyni: Það vilja allir vera í stofunni hans Ingólfs Arnasonar. Mikil uppbygging á sér stað í kringum Lækjargötu og Lækjartorg. Reginn er að byggja mikið magn verslunar og skrifstofuhúsnæðis þar. Landsbankinn hyggur á byggingu höfuðstöðva við hliðina á Hörpu en mikið magn skrifstofuhúsnæðis mun losna við flutning bankans í nýjar höfuðstöðvar. Alþingi er svo einnig að fara að byggja skrifstofuhúsnæði í miðbænum og flytja úr eldra skrifstofuhúsnæði í miðbænum. Í Lækjargötu er Icelandair að byggja Hótel og svo er að koma nýtt Marriot hótel við hliðina á Hörpu.

Skoða greiningu →