lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá maí 2017

Meðfylgjandi er verðbólguspá maí

12 mánaða verðabólgan tæp 1,8%: Capacent spáir 0,22% hækkun vísitölu neysluverðs (vnv) í maí. Ef spá Capacent um 0,22% hækkun vnv í maí gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr rúmlega 1,9% í tæplega 1,8% en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4% í maí 2016.

Snörp lækkun á olíuverði:  Olíuverð hefur lækkað hratt eða um 12% frá miðjum apríl og kostar olíutunnan nú tæplega 50 dollara. Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið lægra síðan í nóvember 2016. Eldsneytisverð á innanlandsmarkaði er nú rúmlega 2,5% lægra en það var við síðustu mælingu í lok apríl. Capacent gerir ráð fyrir að áhrif lægra eldsneytisverðs hafi 0,06% áhrif til lækkunar á vnv.

Flugfargjöld lækka örlítið: Lækkun olíuverðs er líkleg til að koma einnig fram í flugfargjöldum en olíuverð er einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri flugfélaga. Flugfargjöld hækkuðu skarpt eða um 14% í apríl en óvenju margir frídagar voru í lok apríl þegar verð flugfargjalda var mælt. Eftirspurn eftir flugferðum er gjarnan mikil í kringum almenna frídaga. Capacent reiknar með að flugfargjöld lækki í maí, bæði vegna minni eftirspurnar og lægra olíuverðs. Lausleg könnun Capacent bendir til að flugfargjöld hafi lækkað um 3% milli mánaða sem hefur 0,04% áhrif á vnv til lækkunar.

Verðhjöðnun án húsnæðis: Samkvæmt spá hækkar fasteignaliður vnv um 1,9% í maí sem jafngildir um 25% hækkun fasteignaverðs á ársgrunni. Fasteignaliður vnv mun leggja um 0,36% til hækkunar vnv. Húsnæðisliður vnv sem inniheldur einnig leiguverð og viðhald mun samtals leggja til um 0,39% til hækkunar vnv í maí. Ef spá Capacent gengur upp mun mælast 2,2% verðhjöðnun í maí ef vísitalan er mæld án húsnæðis.

Skoða greiningu →