lock search attention facebook home linkedin twittter

Stenst stjórnun veltu­fjár­muna hjá íslenskum fyrir­tækjum erlendan saman­burð?

Stenst stjórnun veltufjármuna hjá íslenskum fyrirtækjum erlendan samanburð? 

Stjórnun veltu­fjár hefur bein áhrif á virði fyrir­tækis. Í sinni einföld­ustu mynd má lækka veltufé með því að draga úr birgðum, flýta greiðslum frá viðskipta­vinum og seinka greiðslum til birgja. Aukin skil­virkni dregur úr kostnaði og fjár­bind­ingu en mark­miðið er ekki síður að byggja upp eftir­spurn og auka tekjur.Capacent hefur á undan­förnum árum aðstoðað um 300 viðskipta­vini á Norð­ur­lönd­unum við stjórnun veltu­fjár. Fjár­hags­legur ávinn­ingur af þessum verk­efnum hefur verið mikill.

Magnus Östlund, Edvard Björken­heim og Ingvi Þór Elliðason munu draga upp mynd af þeim tæki­færum sem eru til staðar varð­andi skil­virka stjórnun veltu­fjár og útskýra hvað þau fyrir­tæki sem ná bestum árangri eigi sameig­in­legt og hvaða aðferðum er beitt í svona verk­efnum.

Magnus Östlund hjá Capacent í Stokk­hólmi hefur 25 ára reynslu sem ráðgjafi með rekstr­ar­umbætur og stjórnun veltu­fjár sem sérsvið. Hann hefur leitt alþjóðleg veltu­fjár­verk­efni fyrir viðskipta­vini á borð við ABB, Ericsson, Sandvik, SAAB, Volvo og Whirlpool.

Edvard Björken­heim er forstjóri Capacent og hefur víðtæka reynslu af stjórnun veltu­fjár­verk­efna.

Ingvi Þór Elliðason er ráðgjafi hjá Capacent á sviði rekstrar og fjár­mála. Hann var áður fram­kvæmda­stjóri Capacent á Íslandi.

Fund­urinn verður haldinn í húsa­kynnum Capacent, Ármúla 13. Húsið opnar kl. 8:00 og áætlað er að fund­urinn standi frá kl. 8:30 – 9:50. Allir áhuga­samir eru velkomnir en nauð­syn­legt er að skrá þátt­töku. Boðið verður upp á léttan morg­un­verð.

Hlökkum til að sjá ykkur  skráning hér
Ráðgjafar Capacent