lock search attention facebook home linkedin twittter

Capacent, frjálst, óháð, óopin­bert og vist­vænt

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Loksins hækkar gengi verðtryggðra bréfa: Gengi óverðtryggðra bréfa lækkaði nokkuð í síðustu viku eða um 0,3% að meðaltali. Gengi verðtryggðra bréfa hækkaði hins vegar um 0,6% og jókst því verðbólguálagið í vikunni og var í lok vikunnar um 2,39%.

Markaður býst við óbreyttum stýrivöxtum: Óverðtryggði vaxtaferillinn er nær flatur og endurspeglar því væntingar um nær óbreytta vexti. Verðtryggði vaxtaferillinn er hins vegar niðurhallandi og því er verðbólguálag til skamms tíma lægra en til langs tíma. Verðbólguálag til 5 ára er 2,18% en 2,39% til 8 ára. Það er þó ekki endilega vísbending um að fjárfestar búist við meiri verðbólgu til næstu 8 ára en til næstu 5 ára. Ástæða þess er sú að innbyggt verðlag verðtryggingar vex með tíma. Þannig eru mun meiri líkur á að verðbólgan verði að meðaltali hærri en 2,18% til 8 ára en til 5 ára. Það er því dýrara að tryggja sig fyrir sveiflum í verðbólgunni til lengri tíma en til skemmri. Því er eðlilegt að verðbólguálagið sé örlítið hærra til lengri tíma vegna meiri óvissu.

Capacent, frjálst, óháð, óopinbert og vistvænt: Það hefur vakið athygli Capacent að þegar fjallað er um hinar „opinberu greiningardeildir“ er Capacent aldrei með í umræðunni. Greiningardeild Capacent hlýtur því að vera óopinbera greiningardeildin.

Skoða greiningu →