lock search attention facebook home linkedin twittter

Trúverð­ug­leika leikur

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Gengi lækkar lítillega: Ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði örlítið og gengi lækkaði í síðustu viku. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa hækkaði um 2 punkta að meðaltali og gengið lækkaði um 0,03% að meðaltali. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra bréfa hækkaði um 3 punkta að meðaltali og lækkaði gengið um 0,35% að meðaltali.

Trúverðugleika leikur: Ávöxtunarkrafan hækkaði frekar skarpt í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um óbreytta stýrivexti. Einhverjir markaðsaðilar bjuggust við vaxtalækkun en það virðist þó fyrst og fremst svokallaður „harður“ tónn í Peningamálum bankans sem virðist hafa fyllt markaðsaðila svartsýni. Í fljótu bragði hefur þó fátt komið Capacent á óvart í Peningamálum. Bankinn var búinn að gefa vísbendingar um að frekar ólíklegt væri að bankinn lækkaði vexti fram að losun gjaldeyrishafta og fyrst eftir. Bankinn er handviss um gagnsemi peningastefnunnar og að hátt vaxtastig sé nauðsynlegt til að slá á mikinn eftirspurnarþrýsting. Að mati bankans er lág verðbólga undanfarin ár ávinningur af vaxtastefnu hans og auknum trúverðugleika. Bankinn spáir nú meiri vexti þjóðarútgjalda og kröftugri hagvexti en áður. Af þeim sökum telur hann nauðsynlegt að halda aðhaldsstigi háu í samræmi við kenningar um áhrif stýrivaxta. Sömuleiðis er meiri slaki í ríkisfjármálum og því sé öll ábyrgðin á herðum bankans. Ef Seðlabankinn trúir ekki á áhrif og gagnsemi peningastefnunnar, hver gerir það þá?

Frekari umfjöllun er í viðhengi

Skoða greiningu →