lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá nóvember 2016

Meðfylgjandi er verðbólguspá mánaðarins

Verðbólgan 1,8% í nóvember: Capacent spáir tæplega 0,3% lækkun vísitölu neysluverðs (vnv) í nóvember. Ef spá Capacent gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga vera óbreytt í 1,8%.

Seðlabankinn kaupir skurðgröfu: Gengi krónunnar hefur styrkst hraustlega síðastliðnar vikur þrátt fyrir met kaup Seðlabankans á gjaldeyri í október. Gengi krónunnar hefur styrkst um 4% undanfarin mánuð eða frá 10. október. Það virðist sama til hvaða ráðs Seðlabankinn grípur, alltaf styrkist krónan og virðist Seðlabankinn glíma við sama vanda og kólumbískir kókaínbarónar, of mikið innstreymi fjármagns.

Áhrif gengisstyrkingar á vöruverð: Gengisstyrking krónu kemur gjarnan fyrst fram í verði innfluttra matvæla og gerir Capacent ráð fyrir 0,75% lækkun á verði matvæla sem hefur 0,11% áhrif á vnv til lækkunar.  Það er þó ekki aðeins gengisstyrking krónunnar sem leiðir til lægra matvælaverðs en verð á grænmeti lækkar að öllu jöfnu á þessum árstíma er erlent grænmeti kemur í búðarhillurnar. Capacent gerir jafnframt ráð fyrir örlítilli lækkun á raftækjum, fatnaði, húsgögnum og bifreiðum. Samtals hafa framantaldar lækkanir 0,07% áhrif á vnv til lækkunar

Sjá má frekari umfjöllun í viðhengi

Skoða greiningu →