lock search attention facebook home linkedin twittter

Póli­tíkin hefur áhrif á vexti á markaði

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Rólegheit á skuldabréfamarkaði í síðustu viku:  Rólegheit voru á skuldabréfamarkaði í síðustu viku. Vísitala neysluverðs var birt í vikunni og var verðbólgan í takti við spár eða heldur lægri. Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði þó lítillega eða um 0,05% að meðaltali í vikunni. Gengi verðtryggðra bréfa gaf einnig lítillega eftir og var gengi verðtryggðra íbúðabréfa 0,05% lægra að meðaltali í upphafi vikunnar en í upphafi síðustu viku.

Pólitíkin hefur áhrif á vexti á markaði: Það færðist heldur fjör í leikinn á skuldabréfamarkaði í gær í kjölfar kosninga. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa tók dýfu í gær og lækkaði ávöxtunarkrafa lengri skuldabréfa um 10 til 17 punkta og hækkaði gengið við það um 1 til 2%. Ástæða lægri ávöxtunarkröfu og hærra gengis var sú að fjárfestar voru bjartsýnir á að það aðhald sem hefur verið í ríkisfjármálum með niðurgreiðslu skulda héldi áfram. Í viðskiptum í dag hefur gengishækkun ríkisbréfa að einhverju leyti gengið til baka.  Fjárfestar virðast vera hræddir um að ákvörðun kjararáðs um mikla hækkun launa alþingismanna og ráðherra ógni stöðugleika á vinnumarkaði.

Breyting á bindiskyldu: Seðlabankinn tilkynnti um breytingar á reglum um bindskyldu í dag. Í fljótu bragði virðist sem fyrst og fremst sé verið sníða agnúa af fyrri reglum, t.d. er varða almenna innstæðureikninga en „nýir“ erlendir aðilar geta haft fé á innlánsreikningum svo fremi sem að vextir séu ekki hærri en 3%. Sömuleiðis geta erlendir aðilar nú fjárfest í hlutdeildarskírteinum hlutabréfasjóða. Það sem vekur þó mesta athygli er að „Frá og með 1. janúar 2017 skal fjárhæðarmark skv. 1. málsl. hækka í 100.000.000 kr. Heimild þessi er háð því skilyrði að einstaklingur sé raunverulegur eigandi þeirra fjármuna sem um ræðir“. Einstaklingum virðist því vera heimilt að fjárfesta í innlendum vöxtum svo fremi sem fjárhæðin er ekki hærri en 100 m.kr.

Skoða greiningu →