Hvað er að frétta?: Líkt og fjallað var um í síðasta skuldabréfayfirliti Capacent er skuldabréfamarkaður búinn að vera frosinn síðustu vikurnar. Ástæða þess liggur í ytra umhverfi og reglugerðum. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra íbúðabréfa var óbreytt í síðustu viku. Litlu meira var fjörið á markaði með óverðtryggð ríkisbréf. Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa hækkaði örlítið að meðaltali í síðustu viku eða um 0,05% að meðaltali.
Verðbólguálagið er því enn nokkuð undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka sem verður að teljast ansi áhugavert. Að mati Capacent er hlutfallslega mun betri kostur að að fjárfesta í verðtryggðum skuldabréfum. Jafnvel þótt fjárfestar telji að verðbólgan verði að meðaltali um 2,2% til næstu 8 ára, þá eru þeir að horfa framhjá verðbólguáhættunni og því verðmæti sem felst í verðtryggingu. Þótt verðbólgan sé nú um 1% að þá þarf ekki að fara lengra aftur en til upphafs árs til að finna verðbólgu sem var um 2%. Ef verðbólgan siglir yfir 2% á næstu mánuðum, hljóta að vera nokkuð góð kjör í stutta verðtryggða skuldabréfinu HFF24 á ávöxtunarkröfunni 3,16%. Bréfið mun í það minnsta gefa 5,16% nafnávöxtun.
Er von á vaxtalækkun? Ef fjárfestar telja of mikla áhættu að fara inn á verðtryggða markaðinn strax þar sem flestar verðbólguspár hljóða upp á fremur lága verðbólgu næstu 6 mánuði eru kjör á innlánsreikningum bankanna fremur aðlaðandi. Óverðtryggðir vextir á innlánsreikningum, sem eru bundnir til 31 dags, eru í sumum tilfellum hærri en ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa sem er að meðaltali 5,16%. Einu rökin sem í fljótu bragði er hægt að finna fyrir kaupum í ríkisbréfum á ávöxtunarkröfu sem er á svipuðum slóðum og innlánsvextir er að von sé á vaxtalækkun á næstu 6 mánuðum.
Samkvæmt framvirka ferlinum á mynd 2 er RIKB19 hlutfallslega dýrt m.v. önnur óverðtryggð skuldabréf.
Skoða greiningu →