lock search attention facebook home linkedin twittter

Erfið vika á markaði

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Erfið vika á markaði: Veruleg gengislækkun var á skuldabréfamarkaði í síðustu viku líkt og á hlutabréfamarkaði.  Gengi verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa lækkaði að meðaltali um 0,6% í síðustu viku.

Belti, axlabönd og girt upp að öxlum: Að mati Capacent eru mestar líkur á að Seðlabankinn haldi vöxtum óbreyttum, þrátt fyrir að verðbólgan sé aðeins 1,6% og nær eingöngu drifin áfram af hækkun fasteignaverðs. Margt bendir til að fyrirtæki hafi tekið á sig hluta þeirra miklu launahækkana sem urðu um áramótin og má lesa það úr ársfjórðungsuppgjörum félaga sem hafa birst síðustu daga. Hins vegar má lítið út af bregða til að verðbólgan fari ekki á skrið með víxlverkun launa og verðlags. Við teljum því að Seðlabankinn vilji vera með belti, axlabönd og girt upp að öxlum rétt fyrir afnám gjaldeyrishafta og haldi vöxtum óbreyttum.

Skoða greiningu →