lock search attention facebook home linkedin twittter

Fjórir mjúkir pakkar og tveir harðir

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Úrvalsvísitalan lækkar um 4,06%: Aðalfjörið er á hlutabréfamarkaði þessa stundina. Lítið er gerast á skuldabréfamakaði og er útgeislun skuldabréfamarkaðarins eins og belgísks endurskoðenda.

Fjórir mjúkir pakkar og tveir harðir: Miklar væntingar virðast hafa verið bundnar við afkomu Icelandair vegna væntinga um ferðamannastraum. Væntingarnar virðast hafa brotlent en rétt er þó að hafa í huga að aðeins er lokið fyrsta ársfjórðungi af fjórum. Uppgjör símafélaganna virðast einnig hafa valdið  vonbrigðum. Hjá Granda er Hampiðjan að losa um 8,79% eign sína í félaginu.  Uppgjör N1 var sterkt og var því vel tekið á markaði. Uppgjör Sjóvá var nokkuð í takt við væntingar.  Það er því gengi N1, tryggingar- og fasteignafélaganna sem halda aftur að verðlækkunum.

Stemmning á hlutabréfamarkaði er því eins og á jólunum þegar þú ert hálfnaður með að opna jólapakkana og ert búinn að fá fjóra mjúka pakka en bara tvo harða.

Skoða greiningu →