lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá Capacent fyrir apríl

Verðbólgan eins og fuglinn Fönix: Verðbólgan reis líkt og fuglinn Fönix upp fyrir neðri viðmörk verðbólgumarkmiða í síðastliðnum mánuði er vísitala neysluverðs hækkaði umheilt prósentustig í mars. Ástæða mikillar hækkunar vísitölu neysluverðs í síðastliðnum mánuði og umfram spá var mikil hækkun húsnæðisliðar og mikil hækkun fatnaðar og annarra útsöluvara í kjölfar útsöluloka.

Verðbólgan eins og fuglinn Fönix: Verðbólgan reis líkt og fuglinn Fönix upp fyrir neðri viðmörk verðbólgumarkmiða í síðastliðnum mánuði er vísitala neysluverðs hækkaði um heilt ðrósentustig í mars. Ástæða mikillar hækkunar vísitölu neysluverðs í síðastliðnum mánuði og umfram spá var mikil hækkun húsnæðisliðar og mikil hækkun fatnaðar og annarra útsöluvara í kjölfar útsöluloka.

Tíðindalítið af verðbólguvígstöðvunum: Að þessu sinni spáir fjármálaráðgjöf Capacent 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í apríl. Á sama tíma fyrir ári hækkaði vísitala neysluverðs um 0,3% og stendur því ársverðbólgan óbreytt í 1,6%. Megin áhrifavaldar á verðbólguna að þessu sinni er fasteignaverð og hækkun eldsneytisverðs.

Grill og góðæri á fasteignamarkaði: Umtalsverð spenna er á fasteignamarkaði og hafa miklar hækkanir verið á fasteignaverði síðustu mánuði. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands var hækkun fasteignaverðs í mars með minnsta móti en hækkun leiguverðs að sama skapi þeim mun meiri. Fjármálaráðgjöf Capacent gerir því ráð fyrir um 0,5% hækkun fasteignaverðs og 1,5% hækkun leiguverðs. Húsnæðisliðurinn leggur því 0,13% til hækkunar vísitölu neysluverðs. Í síðasta mánuði hækkaði húsnæðisliður vísitölu neysluverðs um rúmlega 1,6% og lagði 0,24% til hækkunar vísitölu neysluverðs.

Skoða greiningu →