lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá Capacent fyrir júní

Fjár­mála­ráð­gjöf Capacent spáir 0,3% hækkun vísi­tölu neyslu­verðs í júní.

Verð­bólgan óbreytt á ársgrund­velli

Ef verð­bólguspá fjár­mála­ráð­gjafar Capacent um 0,3% hækkun vísi­tölu neyslu­verðs (vnv) í júní gengur eftir mun verð­bólgan á ársgrund­velli fara í 1,6% og lóna áfram undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka.

Verk­fallið hefur áhrif á verð­bólgu

Áhrif verk­falls virðast ekki aðeins koma fram í húsnæð­islið vísi­töl­unnar en verð á kjöti hækkaði um 2% í maí og telur fjár­mála­ráð­gjöf útlit fyrir hækkun aftur í júní.  Græn­meti hækkar gjarnan á sumrin er innlent græn­meti kemur á mark­aðinn. Græn­meti hækkaði um 4% í maí og gerum við ráð fyrir áfram­hald­andi hækkun í júní.  Samtals gerum við ráð fyrir að hækkun matvæla­verðs í júní muni hafa áhrif á vísi­tölu neyslu­verðs til hækk­unar sem nemur 0,06%.

Rólegt á elds­neyt­is­mark­aði

Elds­neyt­is­verð hefur verið fremur stöðugt á heims­markaði síðan í byrjun maí og gengi krón­unnar haldist fremur stöðugt gagn­vart banda­ríkjadal. Bens­ín­verð hefur hækkað um tæplega 1% síðan um miðjan maí og dísel­olía lækkað um rúmlega 1%. Vægi bensíns í vnv er þrefalt meira en díselolíu og gerir fjár­mála­ráð­gjöf ráð fyrir 0,5% hækkun elds­neyt­is­verðs sem  hefur um 0,02% áhrif á vísi­tölu neyslu­verðs til hækk­unar.

Kerf­is­bundin hækkun á flug­far­gjöldum og gist­ingu

Á háanna­tíma ferða­þjón­ust­unnar er verð flug­far­gjalda og gist­ingu hvað hæst. Samkvæmt könnun fjár­mála­ráð­gjafar hefur verð flug­far­gjalda hækkað samfara aukinni eftir­spurn. Samtals gerum við ráð fyrir um 10% hækkun sem hefur áhrif á vísi­tölu neyslu­verð til hækk­unar sem nemur 0,16%. Fram­an­greindur liður er fremur óútreikn­an­legur en verð flug­far­gjalda hækkaði um 12% á sama tíma árið 2014 og 10% árið 2013. Fjár­mála­ráð­gjöf gerir ráð fyrir um 10% hækkun á verði gist­ingar. Fram­an­greind hækkun hefur 0,04% áhrif til hækk­unar vnv.
Fast­eigna­verð stendur nær í stað vegna verk­falls: Þar sem engum kaup­samn­ingum né leigu­samn­ingum hefur verið þing­lýst á höfuð­borg­ar­svæðinu eru áhrif liðarins á vísi­tölu neyslu­verðs óveruleg. Fast­eigna­verð ásamt öðrum smærri liðum leggja 0,05% til hækk­unar vnv en samkvæmt mælingu fjár­mála­ráð­gjafar hækkar vnv um 0,33 og spáum við því 0,3% hækkun vnv í júní.

Skoða greiningu →