lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá Capacent fyrir júlí

Fjár­mála­ráð­gjöf Capacent spáir 0,1% lækkun vísi­tölu neyslu­verðs í júlí.

Ef verð­bólguspá fjár­mála­ráð­gjafar Capacent um 0,1% lækkun vísi­tölu neyslu­verðs (vnv) í júlí gengur eftir mun verð­bólgan á ársgrund­velli hækka úr 1,5% í júní í 1,6% í júlí. Ef ekki verður verð­bólgu­skot nú í júlí hefur verð­bólgan verið samfellt í 18 mánuði undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bankans. Verð­bólgan var síðast yfir verð­bólgu­mark­miði í janúar 2014.

Fortíðin er ekki besta spáin um fram­tíðina

Loks er farið að þing­lýsa samn­ingum um fast­eigna­kaup á höfuð­borg­ar­svæðinu og því farið að skrá verð á fast­eigna­markaði aftur. Nokkur óvissa er um hvaða áhrif það mun hafa á fast­eignalið vnv en skv. upplýs­ingum  fjár­mála­ráð­gjafar voru tölu­verðar hækk­anir á fast­eigna­markaði í vor sem koma ekki inn í vnv fyrr en nú. Af þeim sökum gerum við ráð fyrir tölu­verðri hækkun fast­eigna­verðs í júlí eða rúmlega 1% sem mun hafa 0,15% áhrif á vnv til hækk­unar.

Kjara­samn­ingar hafa áhrif

Vegna nýgerðra kjara­samn­inga gerir fjár­mála­ráð­gjöf ráð fyrir að matvæla­verð og þjón­usta hækki en saman­lögð áhrif þessa á vnv til hækk­unar er 0,09%.

Góðæri hjá sælgæt­is­grísum

Síðast­liðna 12 mánuði hefur matvæla­verð í vnv hækkað um 2,75%.  Hækk­unin hefur þó verið mjög misjöfn milli einstakra undir­flokka, t.d. hefur verð ávaxta hækkað um 13,0% og fisk­verð hækkað um 9,2%. Verð á sælgæti hefur hins vegar lækkað um 5,4% og verð gosdrykkja lækkað um 3,8% en sjá má breyt­ingar á verði einstakra flokka matvæla á mynd hér til hægri.

Sumar­út­sölur eru byrj­aðar

Hinar árlegu sumar­út­sölur eru stærsti áhrifa­þáttur á vnv í júlí. Gert er ráð fyrir að umfang útsala í ár verði svipað og í fyrra. Þyngst vega fata­út­sölur en áhrif útsala til lækk­unar vnv eru metin tæplega 0,6% í spá.

Á Spáni er gott að djamma og djúsa – Verð flug­far­gjalda í hámarki

Samkvæmt könnun fjár­mála­ráð­gjafar hefur verð flug­far­gjalda hækkað um 15% milli júní og júlí. Verð flug­far­gjalda hækkaði um 14,2% á sama tíma í fyrra og kemur hækk­unin því ekki á óvart. Áhrif hækk­unar flug­far­gjalda á vnv nemur 0,24%.

Skoða greiningu →