lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólgu­álag lækkar

Nóvember - 4. vika

Í kjölfar óvæntrar lækk­unar á vísi­tölu neyslu­verðs í nóvember upp á 0,35% hefur verð­bólgu­álag til 8 ára lækkað hratt og er nú 3,1% en var í hámarki fyrir viku síðan eða 3,54%.  Ávöxt­un­ar­krafa óverð­tryggðra ríkis­bréfa hefur lækkað um 22 punkta að meðal­tali á meðan ávöxt­un­ar­krafa verð­tryggðra íbúða­bréfa hefur hækkað um 22 punkta að meðal­tali.  Þannig hafa fjár­festar heldur létt á verð­tryggðum stöðum og aukið stöðu sína lítil­lega í óverð­tryggðum bréfum.  Gengi verð­tryggðra bréfa lækkaði að meðal­tali um 1,6% í síðustu viku en gengi óverð­tryggðra hækkaði um 1,1%.

Feiti Lars

Þótt mark­að­urinn hafi oftast rétt fyrir sér var það þó ekki niður­staðan nú. Hin óútreikn­an­legu flug­far­gjöld útskýrðu helsta frávik í spá Capacent en þau lækkuðu í verði á meðan við spáðum lítils­háttar hækkun. Frávik vegna þess nam 0,25%. Lækkun á flug­far­gjöldum nú þýðir vænt­an­lega enn meiri hækkun í desember.  Búast má við mikilli hækkun flug­far­gjalda í desember en verð­mæling Hagstof­unnar á verði til og frá landinu og innan­lands er yfir hátíð­ar­dagana.

Vísi­talan án húsnæðis daðrar við verð­hjöðnun

Það sem var þó áhuga­verðara og útskýrði það sem eftir stóð af fráviki í spá, var að verð þjón­ustu lækkaði sem og sími, póstur, húsgögn og heim­il­is­bún­aður.  Fyrri tveir liðirnir koma á óvart en Capacent hafði gert ráð fyrir hækkun á fyrri liðnum en verð á þjón­ustu er mjög tengt launa­þróun, sömu­leiðis er póstur og sími að stórum hluta þjón­usta. Ekki ber því enn mikið á áhrifum kjara­samn­inga í verð­mæl­ingum. Einnig gæti verið að kaup­menn og fram­leið­endur hafi nýtt gengis­styrk­ingu krónu til að vinna á móti áhrifum launa­hækkana á verð. Bull­andi verð­hjöðnun hefur verið síðustu sex mánuði eða 1,1% ef horft er til vísi­tölu neyslu­verðs án húsnæðis.

HFF44 áhuga­verð­asti fjár­fest­ing­ar­kost­urinn

Lang­tíma skulda­bréf og þá sérstak­lega verð­tryggð virðast vera áhuga­verð­asti fjár­fest­ingar­kost­urinn nú.  Út frá verð­tryggða fram­virka vaxta­ferl­inum virðast hagstæð­ustu kaupin í HFF44 en krafan við lokun markaða á föstudag var 2,83% eða nærri sú sama og ávöxt­un­ar­krafa HFF34. Rétt er þó að taka bréfið hægt inn, líklegt er að vnv hækki nokkuð í desember en hressileg lækkun gæti svo komið í janúar samfara janú­ar­út­sölum og lækkun virð­is­auka­skatts á fatnaði.

Skoða greiningu →