lock search attention facebook home linkedin twittter

Lang­tíma skulda­bréf hækka mest í verði

Desember - 1. vika

Síðast­liðna viku hafa lang­tíma skulda­bréf hækkað mest í verði en helstu tæki­færi á skulda­bréfa­markaði voru á lengri enda vaxta­fer­ilsins.  Lengsta verð­tryggða bréfið (HFF44) hækkaði um 1,37% en lengsta óverð­tryggða (RIKB31) hækkaði um 1,35%. Almennt hækkaði gengi skulda­bréfa og þá sýnu meira verð­tryggð bréf en gengi verð­tryggðra íbúða­bréfa hækkaði um 0,7% að meðal­tali en gengi óverð­tryggðra ríkis­bréfa hækkaði um 0,4% að meðal­tali.

Verð­tryggðir, ríkis­tryggðir 3% vextir ekki oft í boði

Helstu tæki­færi á skulda­bréfa­markaði þessa vikuna eru að mati Capacent í stystu verð­tryggðu íbúða­bréf­unum (HFF24) en ávöxt­un­ar­krafan er 3%. Einnig virðast lengstu óverð­tryggðu bréfin álitleg líkt og í síðustu viku en óverð­tryggði vaxta­fer­ilinn er nær flatur.

Seðla­bankinn á að vera fram­sýnn

Stýri­vaxta­á­kvörðun Seðla­banka verður kynnt þann 9. desember næst­kom­andi.  Öll rök hníga að óbreyttum vöxtum þótt þensla fari vaxandi skv. mæli­kvörðum Seðla­banka. Varhuga­vert er að horfa of mikið á einstaka mælingar og punkt­stöðu 12 mánaða verð­bólgu, sveiflu­kenndir þættir geta ráðið miklu um verð­bólguna í hverjum mánuði en peninga­mála­stefnan á að vera framsýn.

Þver­sögn í orðum Seðla­banka

Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að áhrif kjara­samn­inga á verðlag hafa verið minni en hefði mátt ætla.  Sú litla verð­bólga sem verið hefur á nær öll rætur að rekja til fast­eigna­verðs en vísi­tölu neyslu­verðs án húsnæðis má sjá á mynd 5 á næstu síðu. Velta má fyrir sér hvort hækkun fast­eigna­verðs síðast­liðna 24 mánuði sé ekki aðeins leið­rétting á fast­eigna­verði en lítið var byggt af íbúð­ar­hús­næði fyrstu 5 árin eftir hrun þar sem það svaraði varla kostnaði. Hækkun fast­eigna­verðs hefur verið hæg en samfelld frá upphafi árs 2013 en sjá má raun­hækkun fast­eigna­verðs á mynd 6 á næstu síðu.

Verð­bólgan í felu­leik

Ákveðin þver­sögn felst í því að segja að fast­eigna­verð sé hátt og hækkun þess sé merki um þenslu og að Seðla­bankinn þurfi að stíga niður fæti til að sporna við þensl­unni. Ef fast­eigna­verð er hátt og hefur hækkað óeðli­lega mikið að þá hljóta laun að vera lág og launa­hækk­anir undan­far­inna ára að vera hófsamar. Hin eini raun­veru­legi mæli­kvarði á fast­eigna­verð er laun og hlut­falls­legt verðlag þess m.v. laun. Ef fast­eigna­verð hefur hækkað svona mikið hljóta launin að hafa hækkað svona lítið eða öfugt að fast­eigna­verð sé lágt þar sem laun hafa hækkað svo mikið. Kannski er verð­bólgan bara búin að fela sig í Seðla­bank­anum.

Vanmetnir verð­stöð­ug­leika­verðir
Óstöð­ug­leiki í efna­hags­málum og verð­bólga bitnar harðast á almenn­ingi í landinu en velta má fyrir sér hvort sé dýrari almenn­ingi, íslenska krónan eða slæleg og eftir­látssöm hagstjórn. Hinir sí óvin­sælu verð­stöð­ug­leika­verðir gegna því stærra hlut­verki í að verja hags­muni almenn­ings en marga grunar.

Veðstuðlar stýr­i­vaxta fyrir desember
i) Óbreyttir vextir, stuð­ulinn 1,25.
ii) 25 punkta hækkun, stuð­ulinn 2,5.
iii) Fyrir áhættu­fíklana, 50 punkta hækkun, stuð­ulinn 4,o.
iv) Fyrir þá sem telja að það frjósi í helvíti, 50 punkta lækkun, stuð­ulinn 20,0.

Skoða greiningu →