lock search attention facebook home linkedin twittter

Rólegir dagar á skulda­bréfa­markaði

Desember - 2. vika

Síðasta vika var fremur róleg á skulda­bréfa­markaði. Ávöxt­un­ar­krafa óverð­tryggðra ríkis­bréfa lækkaði nokkuð í kjölfar stýri­vaxta­á­kvörð­unar Seðla­banka á miðviku­daginn. Lækkun kröf­unnar gekk að mestu til baka seinnipart vikunnar. Ávöxt­un­ar­krafa óverð­tryggðra ríkis­bréfa var þó örlítið lægri í lok vikunnar eða 4 punktum að meðal­tali. Gengi ríkis­bréfa var að meðal­tali 0,1% hærra.

Fjár­festar skoð­ana­lausir varð­andi vaxta­þróun
Vaxta­ferill ríkis­bréfa er að mestu flatur og virðast fjár­festar fremur skoð­ana­litlir um fram­þróun á vaxta­markaði.  Þetta vekur athygli því Seðla­bankinn telur að hann þurfi að auka frekar aðhald peninga­stefn­unnar. Ávöxt­un­ar­krafa RIKB17 og RIKB19 ætti því að liggja nokkuð ofar. RIKB25 virðist vera fremur hátt verð­lagt í saman­burði við RIKB31 og RIKB22 þegar litið er til fram­virka óverð­tryggða vaxta­ferl­isins.  Helstu kauptæki­færi virðast því liggja í þessum bréfum (RIKB22 og RIKB31). Ávöxt­un­ar­krafa verð­tryggðra íbúða­bréfa hækkaði að meðal­tali um 3 punkta í vikunni og lækkaði gengi þeirra því um 0,4%.  Ávöxt­un­ar­krafa stysta flokksins (HFF24) stóð þó í stað og er því verð­tryggði vaxta-ferillinn orðinn flatari en áður.

Barnapían sem passar óvitann
Heldur ljúfari tónn var í verð­stöð­ug­leika­vörðum við síðustu stýri­vaxta­á­kvörðun en verið hefur, enda verð­bólgan nú tölu­vert lægri en vænt­ingar stóðu til.  Seðla­bankinn er samviskusöm barnapía sem varar óvitann við hætt­unum áður en slysin gerast.

Skoða greiningu →