lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá Capacent fyrir janúar

Útlit fyrir hraust­lega verð­hjöðnun í janúar.

Verð­bólgan á síðasta ári var sú lægsta í yfir 20 ár

Ef spá Capacent gengur eftir um 0,8% lækkun vísi­tölu neyslu­verðs (vnv) í janúar lækkar 12 mánaða verð­bólgan úr 2,0% í 1,9%.  Verð­bólga síðasta árs var 1,6% að meðal­tali og þarf að fara aftur til ársins 1994 til að finna lægri verð­bólgu. Á síðustu 60 árum hefur hefur verð­bólgan tvisvar verið lægri, árið 1994 er verð­bólgan var 1,5% og árið 1959 er verð­bólgan var 1,3%.

Árlegar vetr­ar­út­sölur setja tóninn

Hinar árlegu vetr­ar­út­sölur vega þungt í verð­mæl­ing­unni í janúar. Gert er ráð fyrir rúmlega 17,5% verð­lækkun á fatnaði að þessu sinni sem hefur 0,84% áhrif á vnv til lækk­unar.  Fram­an­greind lækkun á fatnaði er litlu meiri en vana­lega.  Afnám tolla af fatnaði mun líklega koma inn af meiri þunga í verð fatn­aðar við útsölulok er nýjar vörur koma í hill­urnar eftir jólin.
Auk fata­út­sala eru útsölur á húsbúnaði, raftækjum og húsgögnum alla jafna á þessum árstíma og er gert ráð fyrir að áhrif þeirra á vnv nemi um 0,1%.

Olían lækkar og lækkar

Tunnan af hráolíu er komin niður fyrir 31 dollar og hefur verðið lækkað um 20% frá því um miðjan desember. Verð á elds­neyti hefur staðið í stað frá miðjum desember og hefur lækkun olíu­verðs komið í veg fyrir hækkun elds­neyt­is­verðs vegna aukinna álaga ríkisins.  Capacent gerir ráð fyrir lítils­háttar lækkun elds­neyt­is­verðs á næstu dögum sem hefur 0,04% áhrif á vnv til lækk­unar.

Könnun Capacent á flug­far­gjöldum bendir til að lækkun flug­far­gjalda eftir hátíð­arnar sé öllu minni en verið hefur.  Á móti kemur að hækkun flug­far­gjalda fyrir jól var minni en venju­lega. Könnun okkar bendir til um 5% lækk­unar sem hefur 0,08% áhrif á vnv til lækk­unar.

Hækkun fast­eigna­verðs kemur í veg fyrir algjört hrun vísi­töl­unnar

Gert er ráð fyrir að hækkun húsnæð­isliða hafi um 0,15% áhrif á vnv til hækk­unar.

Verð­skrár­hækk­anir

Almennar verð­skrár­hækk­anir eru algengar á þessum árstíma t.d. á tómstundum, líkams­rækt og annarri þjón­ustu líkt og t.d. trygg­ingum. Hver hækkun vegur sára­lítið en saman­tekið er gert ráð fyrir að fram­an­greindar hækk­anir hafi 0,1% áhrif á vnv til hækk­unar.

Skoða greiningu →